Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

B og D í meirihluta í Fljótsdalshéraði

Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur og óháðir, mynda nýjan meirihluta í Fljótsdalshéraði á komandi kjörtímabili. Er það niðurstaðna viðræðna fulltrúa flokkanna undanfarna daga, segir í fréttatilkynningu. Stefán Bogi Sveinsson, oddviti Framsóknarflokks, verður forseti bæjarstjórnar og Anna Alexandersdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks og óháðra, verður formaður bæjarráðs.

Flokkarnir náðu samkomulagi um að ræða við Björn Ingimarsson bæjarstjóra um áframhaldandi setu í embætti. Hann hefur verið bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs undanfarin átta ár. 

Lokafrágangur málefnasamnings er í vinnslu og verður kynntur eftir að hafa hafa fengið formlega afgreiðslu framboðanna. Búist er við því að það verði upp úr miðjum mánuði, áður en fyrsti fundur nýkjörinnar bæjarstjórnar verður haldinn þann 20. júní.

Athugasemd ritstjórnar: Þessari frétt hefur verið breytt. Í upphaflega útgáfunni sagði að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hefðu myndað meirihluta. Hið rétta er að Sjálfstæðisflokkur og óháðir og Framsókn mynda nýjan meirihluta. Beðist er velvirðingar á mistökunum.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV