Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Aurskriða stoppaði við húsvegg - myndband

02.06.2014 - 16:37
Mynd með færslu
 Mynd:
„Vorið kom snöggt með látum,“ segir Jón Þór Þorvarðarson bóndi á Glúmsstöðum í Fljótsdal en um 300 metra breið aurskriða féll úr Múla fyrir ofan bæinn síðdegis í gær.

Hann var nýbúinn að afgreiða flutningabíl með girðingastaura sem hann selur og stóð á hlaðinu þegar hann heyrir mikla skruðninga. „Það var ekki tími till að hugsa. Hlaupa eða standa, það var spurning. Hvað fer og hvað fer ekki? Kemur fjallið allt?“

Hann segir að um 500 girðingastaurar hafi farið á kaf og ein kind að því er virðist. Að minnsta kosti var ein ær skyndilega komin með tvö aukalömb í eftirdrag en hafði aðeins verið með sín tvö áður. Þá óttst Jón um vatnsbólið. Söfnunartankur er í miðri skriðunni en brunnurinn utan við skriðuna. 

Rúnar Snær Reynisson fréttamaður tók hús á Jóni á Glúmsstöðum í dag. Hér má horfa á viðtalið.