Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Aurskriða féll í leysingum í Fljótsdal

02.06.2014 - 11:16
Innlent · Austurland · RÚV
Mynd með færslu
 Mynd:
Um 300 metra breið aurskriða féll úr Múla, fyrir ofan bæinn Glúmsstaði í Fljótsdal, síðdegis í gær. Jón Þór Þorvarðarson, bóndi á Glúmsstöðum, stóð á hlaðinu þegar skriðan féll með miklum skruðningum í námunda við fjárhúsin á bænum og telur hann að ein kind hið minnsta hafi orðið undir.

Fjögur hross sluppu með naumindum með því að stökkva yfir girðingar þegar skriðan nálgaðist. Á Glúmsstöðum eru framleiddir girðingastaurar og fór stæða með um fimmhundruð staurum á kaf í forina. Jón Þór segir að þar með hafi hann orðið af um 250.000 krónum.