Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Aukin skjálftavirkni í Kötluöskju

29.09.2016 - 15:36
Mynd með færslu
 Mynd:
Um 50 smáskjálftar hafa mælst í Kötlu í dag og jókst skjáfltavirknin um hádegið. Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að fundað hafi verið um aukna virkni síðdegis.

Skjálftarnir séu grunnir og gætu verið jarðhitaskjáfltar en ekki hafi mælst jafn margir skjálftar þarna á einum degi frá árinu 2011. Fylgst verði með stöðunni áfram og ef aukningin heldur áfram í nótt þá verði staðan tekin aftur í fyrramálið og fyrr ef þörf þykir. Skjálftarnir mælist á stað þar sem ekki er ketill heldur einum og hálfum kílómetra norður af katli sem er suðaustanmegin í miðri Kötluöskjunni.  

Óvenju mikil rafleiðni mælist í Múlakvísl og segir Einar að það geti skýrst af litlu rennsli, það fari oft saman. 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV