Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Aukin hraðagæsla á Suðurlandi?

13.01.2016 - 16:23
Mynd með færslu
 Mynd: rúv
Lögreglan á Suðurlandi kærði 18 ökumenn fyrir of hraðan akstur í síðustu viku. Flestir þeirra voru á hringveginum á milli Kirkjubæjarklausturs og Hafnar. Á þeirri leið urðu nokkur alvarleg umferðarslys á síðasta ári.

Ljóst er af þessu að lögreglan á Suðurlandi reynir eftir mætti að hamla sérstaklega gegn umferðarhraða á þeim slóðum þar sem hættan virðist mest. Samkvæmt heimildum Fréttastofu eru mikil brögð að því að erlendir ferðamenn aki of hratt og átti sig ekki á erfiðum aðstæðum fyrr en um seinan. Dæmi eru um að sömu ökumenn hafi verið staðnir að hraðakstri á svæðinu oftar en einu sinni sama daginn, eða teknir bæði á austur- og vesturleið. Síðast í gær varð bílvelta við Skaftafell þar sem ferðamenn, ökumaður og farþegi, voru fluttir með þyrlu á Landspítalann. Betur fór en á horfðist og báðir ferðamennirnir hafa nú verið útskrifaðir.

Samúel Örn Erlingsson
Fréttastofa RÚV