Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Aukið fé í veginn til Borgarfjarðar eystra

18.05.2018 - 13:56
Mynd með færslu
 Mynd: Elísabet D. Sveinsdóttir
Aukinn kraftur verður setur í að bæta veginn til Borgarfjarðar eystra á þessu ári. Þegar hafði verið ákveðið að verja um 100 milljónum og að hefja framkvæmdir í Njarðvíkurskriðum en nú liggur fyrir að 120 milljónir til viðbótar verða settar í verkið á þessu ári.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni liggur ekki fyrir endanlega hvernig viðbótarféð verður nýtt en líklegt er að það fari í að leggja bundið slitlag á malarkafla við Vatnsskarðsvatn. Sagt var frá fjögurra milljarða viðbótarframlagi til vegagerðar í fréttum Stöðvar 2 í gær. Þar kom fram að stærstur hlutinn fer í aukið viðhald vega meðal annars á gullna hringnum. Aukið fé fer í nýframkvæmdir við Grindavíkurveg, Þingvallaveg, Dettifossveg, Suðurlandsveg um Ölfuss og bundið slitlag um Laxárdal og á Dagverðareyri.