Aukakirkjuþing í dag

04.02.2012 - 12:47
Mynd með færslu
 Mynd:
Aukakirkjuþing kemur saman klukkan eitt dag og er eina málið á dagskrá breytingar á biskupskjörsreglum.

Ástæða þess að kalla þarf um 30 kirkjuþingsfulltrúa víðs vegar af landinu á aukakirkjuþing er sú að í nýjum starfsreglum er kveðið á um að biskupskosning skuli vera rafræn. Kjörstjórn telur hins vegar að ekki sé hægt að tryggja fyllsta öryggi með rafrænni atkvæðagreiðslu, því þurfi að breyta reglunum og senda út kjörseðil á pappír eins og áður hefur verið tíðkað.

Í nýju starfsreglunum um kosningu biskup Íslands og vígslubiskupa frá því í nóvember voru gerðar nokkuð róttækar breytingar frá fyrri reglum. Meðal annars verður meirihluti kjörmanna í biskupskjöri leikmenn. 492 eru á kjörskrá. Þegar hafa 6 prestar lýst yfir framboði til biskups. Framboðsfrestur rennur út 29. febrúar.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi