Auglýst eftir bæjarstjóra í Hafnarfirði

Mynd með færslu
 Mynd:
Sjálfstæðisflokkur og Björt framtíð hafa náð samkomulagi um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Flokkarnir skipta með sér embættum forseta bæjarstjórnar og formanns bæjarráðs en staða bæjarstjóra verður auglýst laus til umsóknar.

Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar, verður forseti bæjarstjórnar, og Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks, verður formaður bæjarráðs. Að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Sjálfstæðisflokki og Bjartri framtíð í Hafnarfirði er málefnasamningur í burðarliðnum og stefnt að því að niðurstaða liggi fyrir strax eftir helgi. Oddvitar flokkanna hyggjast ekki tjá sig opinberlega um samkomulag flokkanna fyrr en á morgun.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi