Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Auður Ava og Jón Kalman tilnefnd

Mynd með færslu
 Mynd:

Auður Ava og Jón Kalman tilnefnd

09.03.2014 - 18:32
Skáldsögur eftir Auði Övu Ólafsdóttur og Jón Kalman Stefánsson eru meðal 15 skáldverka víðs vegar að úr heiminum sem breska blaðið Independant hefur tilnefnt til verðlauna fyrir skáldverk.

 Þessar 15 bækur voru valdar úr 126 verkum sem lögð voru fram og þýdd hafa verið á ensku. Íslensku bækurnar eru Rigning í nóvember eftir Auði Övu og Harmur englanna eftir Jón Kalman, eða Butterflies in November og The Sorrow of Angels eins og þær heita í enskri þýðingu. Brian FitzGibbon þýddi sögu Auðar Övu og Philip Roughton þá eftir Jón Kalman. 6. apríl verður ljóst hvaða bók vinnur. Þýðandi og höfundur deila verðlaununum sem eru 10 þúsund pund, tæpar tvær milljónir króna.