Átta fórust í aurskriðu sem varð við gullnámu í Búrkína Fasó í gær og fimm slösuðust. Yfirvöld upplýstu þetta í dag. Skriðan féll í kjölfar mikilla rigninga, en náman er nærri bænum Gogo í samnefndri sýslu í suðurhluta landsins. Hinir látnu voru jarðaðir á staðnum en hinir slösuðu fluttir á sjúkrahús í Gogo. Meiðsli þeirra eru sögð minniháttar.