Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Átta fórust í aurskriðu við gullnámu

27.08.2017 - 22:18
epa03310925 A picture made available on 19 July 2012 shows a young boy standing near the entrance of an illegal gold mine near Kaya, Burkina Faso, 05 July 2012. More than 11,000 kids and minors in Niger and Burkina Faso have to work in illegal gold mines
Barnaþrælkun færist ívöxt við gullgröft í Búrkína Fasó. Mynd úr safni.  Mynd: EPA
Átta fórust í aurskriðu sem varð við gullnámu í Búrkína Fasó í gær og fimm slösuðust. Yfirvöld upplýstu þetta í dag. Skriðan féll í kjölfar mikilla rigninga, en náman er nærri bænum Gogo í samnefndri sýslu í suðurhluta landsins. Hinir látnu voru jarðaðir á staðnum en hinir slösuðu fluttir á sjúkrahús í Gogo. Meiðsli þeirra eru sögð minniháttar.

Úrhellisrigning hefur verið á þessum slóðum undanfarna daga með tilheyrandi vatnavöxtum, sem urðu til þess að stífla brast í nágrenni námunnar, sem aftur orsakaði aurskriðuna. Gull er ein helsta útflutningsvara Búrkína Fasó. Um 1,2 milljónir manna vinna við gullvinnslu í suðurhluta landsins, við afar bágbornar aðstæður. Þá hefur barnaþrælkun færst í vöxt á námusvæðunum, en um 60 prósent Búrkína eru yngri en 25 ára.  
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV