Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Atómstöðin – Bash

Mynd: Atomstation / Artist Facebook

Atómstöðin – Bash

27.05.2019 - 13:50

Höfundar

Atómstöðin var stofnuð árið 2003 og dregur nafn sitt frá samnefndri skáldsögu Halldórs Laxness frá 1948. Fimmmenningarnir sem skipa sveitina sameinast í hráu og kröftugu rokki og róli og eru þekktir fyrir agressíva tónleika.

BASH er þriðja hljóðversbreiðskífa Atómstöðvarinnar og er plata vikunnar á Rás 2. Fyrsta smáskífan af BASH var Ravens of Speed sem var sleppt í loftið sumarið 2017 og naut töluverðra vinsælda.

BASH var að mestu tekin upp í Cassette Recordings hljóðverinu í Los Angeles og upptökum stjórnaði Scott Hackwith sem hefur meðal annars unnið með Ramones, Dig, Spiritualized og Iggy Pop.

Fyrsta plata Atómstöðvarinnar, New York - Bagdad - Reykjavík, kom út árið 2003 og þótti hrá og pönkskotin en hljómur sveitarinnar hefur síðan þróast í þungarokksáttina.

Árið 2008 leit önnur breiðskífa sveitarinnar dagsins ljós, Exile Republic, en hún fékk fyrirtaksviðtökur og -gagnrýni bæði hérlendis og erlendis.

Skömmu eftir útkomu Exile Republic tók Atómstöðin sér ótímabundið hlé frá störfum. Liðsmenn héldu hver í sína áttina, en hljómsveitin var ekki hætt. Árið 2016 var talið í aftur og við tók kröftugt sköpunarferli. Sveitin ákvað að fara með nýja efnið til Los Angeles og kjarna sig í því sem drífur hljómsveitina áfram en það er vináttan, sköpunarkrafturinn, trúin á gott rokk og þráin eftir því að halda góð partí.

BASH frá Atómstöðinni er Plata vikunnar á Rás 2, þú getur hlustað á plötuna ásamt kynningum strákanna í spilara hér að ofan.

Mynd með færslu
 Mynd: Atomstation - Bash Album cover