Átján lögreglumenn fylgja Króötunum

28.05.2013 - 12:47
Mynd með færslu
 Mynd:
27 króatískir hælisleitendur voru sendir úr landi í dag en Útlendingastofnun synjaði þeim um hæli. Enn er ekki vitað hvað verður um þrjár fjölskyldur sem urðu eftir hér á landi, en króatísk stjórnvöld neita að taka við þeim.

Hælisleitendurnir voru sóttir með rútu í morgun. Flestir voru í Reykjanesbæ en tvær fjölskyldur höfðust við í Reykjavík. Fólkið var sent með leiguflugi beint til Zagreb höfuðborgar Króatíu. Hópurinn hafði sótt um hæli hér á landi, ýmist vegna bágs efnahagsástands eða á grundvelli þess að brotið væri á þeim þar sem þau tilheyrðu serbneska minnihlutanum. Öllum beiðnunum var hafnað. Þónokkrir úr hópnum segjast ætla að koma aftur til Íslands um leið og færi gefst. Hér væru þeir með lögfræðinga, einhverjir væru  þegar komnir með vinnu og hefðu myndað tengsl við landið. Króatía gengur í Evrópusambandið 1. júlí og þá fá króatískir ríkisborgarar aðgang að íslenskum vinnumarkaði ef allt gengur eftir. Aðrir hafa engan áhuga á að koma aftur, þetta væri allt of erfitt.  

Þrjár fjölskyldur urðu eftir á Íslandi þar sem króatísk yfirvöld neituðu að taka við þeim. Eiginkonurnar eru frá Serbíu og Makedóníu og ekki með dvalarleyfi í Króatíu. Kristín Völundardóttir, forstjóri útlendingastofnunnar, segist enn ekki vita hver örlög þeirra verði en niðurstaða ætti að fást í málið á næstu dögum. 

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi