Tveir þingmenn Vinstri grænna, Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir greiddu atkvæði gegn samningnum. Katrín segir að það hafi legið fyrir lengi. Það veiki stöðu flokksins í nefndum en hún er sátt við niðurstöðuna. „Við höfum náð verulegum árangri í þessum samningi. Ég tel líka að það sé mun betri kostur fyrir Vinstri hreyfinguna grænt framboð að vera við ríkisstjórnarborðið, tala nú ekki um að leiða nýja ríkisstjórn í þessu landi. Það tel ég gríðarlega góða niðurstöðu þannig að auðvitað er ég ósammála þeirra niðurstöðu,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.