Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Ástaraldinfrauð

16.03.2016 - 10:12
Mynd með færslu
 Mynd: DR
6 stk.

 

Marsípankantur:
200 g marsípan
50 g flórsykur

 

Ástaraldinfrauð:
3 matarlímsblöð
1/2 vanillustöng
50 g sykur
25 g eggjarauður
25 g eggjahvítur
100 g ástaraldinsafi, úr um það bil 5–6 stk.
3 dl rjómi

 

Kex:
60 g sykur
60 g hveiti
1 egg
Um það bil 15 g fínt saxaðir, ósaltaðir pistasíukjarnar

 

Þar fyrir utan:
12 fersk jarðarber
15 g fínt saxaðir, ósaltaðir pistasíukjarnar
6 sívöl form 5x5 sm
Um það bil 1,2 metrar kökuplast
Hugsanlega rifflað kökukefli
Gasbrennari

 

Aðferð:
Marsípankantur:

 

Skerið kökuplastið í 18 sm langa strimla. Leggið einn í hvert sívalt form og stillið þeim á bökunarplötu.

Fletjið marsípanið út með kökukefli svo að það verði 3 mm þykkt. Notið svolítinn flórsykur á borðið svo að marsípanið festist ekki við það.

Rákið marsípanið með kökukefli með skorum eða bakkanum á hníf.

„Brennið“ marsípanið lítið eitt og varlega með gasbrennara svo að það verði aðeins gullið.

Skerið nú 6 strimla sem eru 15x2 sm og leggið hvern þeirra varlega inn í hvert sívalt form. Munið að „brennda“ hliðin á að snúa út.

 

Ástaraldinfrauð:

 

Leggið matarlímið í bleyti í 1/2  lítra af köldu vatni í hálftíma.
Skerið vanillustöngina lagsum og skafið vanillukornin úr með litlum hníf.
Merjið kornin saman við svolítið af sykrinum svo að kornin aðskiljist.
Þeytið vanillusykur, sykur og eggjarauður í þykkan, hvítan eggjasnaps.
Þeytið sömuleiðis eggjahvítur og flórsykur í seigan marens.
Kljúfið ástaraldinið og skafið kjötið út með lítilli skeið.
Komið því í gegnum sigti og hendið kjörnunum.
Hitið ástaraldinsafan upp í 60 gráður og takið pottinn af hitanum.
Vindið matarlímið og látið það bráðna alveg í 60 gráðu heitum safanum.
Látið þetta kólna létt í um það bil 40 gráður.
Þeytið rjómann létt og látið helminginn af honum saman við eggjablönduna og hrærið vel. Setjið þetta í skálina með afganginum af köldum rjómanum og blandið varlega saman.
Bætið nú marensnum saman við og hrærið varlega saman.
Setjið vel blandað frauðið í einota sprautupoka og klippið lítið gat.
Skitið frauðinu í 6 marsípanfóðruð sívöl form og setjið þau í ísskápinn í að minnsta kosti 3 klukkutíma eða til næsta dags.

 

Kex:
Hrærið saman sykur og hveiti. Þeytið eggið út í þar til deigið er kekkjalaust.
Smyrjið bökunarplötu létt en jafnt með bökunarspreyi eða hlutlausri olíu.
Setjið deigið í kramarhús eða einnota sprautupoka.
Klippið örlítinn bút af og sprautið deiginu út í hringi svo að það myndist „net“.
Sáldrið fínt saxaðri pistasíu yfir.
Bakið þau í 160 gráðu heitum ofni í 3–5 mínútur allt eftir þykkt og stærð þar til deigið verður létt gullið. Verið við ofninn, þetta gengur allt í einu hratt!
Losið strax brennandi heitt, bakað kexið af plötunni með pönnukökuspaða og leggið það strax á kökukefli svo að það verði bogadregið.
Látið það kólna og geymið það í vel lokaðri dós í allt að tvo daga.

 

Að bera fram:
Losið kökurnar úr formum og plasti.
Skerið jarðarberin í þunnar sneiðar og leggið þær varlega í hring sem lagður er á misvíxl á hvern disk.
Komið fyrir „turni“ í miðjuna á jaðarberjunum og leggið stökkt kexið ofan á hvern þeirra.
Sáldrið svolitlu af fínt söxuðum pistasíum yfir og berið fram strax.

 

sigrunh's picture
Sigrún Hermannsdóttir