Ástandssaga í Gaflaraleikhúsinu

Mynd: Rúv / Anna Íris Pétursdóttir og Fan

Ástandssaga í Gaflaraleikhúsinu

21.06.2018 - 09:14

Leikhópurinn Rokkur Friggjar frumsýnir næstkomandi föstudag verkið Forget-Me-Nots eða Gleym-mér-Eyjar eftir Önnu Írisi Pétursdóttur í Gaflaraleikhúsinu. Leikritið gerist árið 1940 í Hvalfirðinum og er ástandssaga frá nýju sjónarhorni sem sýnir ástarsamband milli tveggja karlmanna.

Leikritið fer fram á ensku en það er samstarfsverkefni íslenskra og enskra listamanna. Sýningin mun ferðast út fyrir landsteinana og verður meðal annars sýnd á Edinborgarhátíðinni.

Aðstandendur sýningarinnar Anna Íris Pétursdóttir og Fannar Arnarsson mættu í Núllið. Hægt er að hlutsa á viðtalið hér að ofan.