Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Assange handtekinn

07.12.2010 - 10:23
Mynd með færslu
 Mynd:
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur verið handtekinn í Bretlandi. Lundúnalögreglan greindi frá þessu í morgun.

Á dögunum var gefin út alþjóðleg handtökuskipun á hendur Assange vegna ásakana um kynferðisbrot í Svíþjóð í ágúst, en hann hefur ekki verið ákærður vegna þeirra mála. Assange segist saklaus af öllum ásökunum. Að sögn fjölmiðla verður Assange færður fyrir dómara í dag, en yfirvöld í Svíþjóð vilja fá hann farmseldan og yfirheyrðan vegna fyrrgreindra ásakana. Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, segir að handtaka Assange muni ekki hafa áhrif á starfsemi Wikileaks. Starfseminni verði stýrt af hópi fólks í Lundúnum og á nokkrum öðrum stöðum.