Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Ashkenazy og Bavouzet á Listahátíð

Notist eingöngu í tengslum við Listahátíð í Reykjavík 2016.
 Mynd: Listahátíð í Reykjavík

Ashkenazy og Bavouzet á Listahátíð

26.05.2016 - 11:11

Höfundar

Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt tónleika á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík í gær. Hljómsveitarstjóri kvöldsins var Vladimir Ashkenazy, heiðursstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og einn aðalhvatamaðurinn að stofnun Listahátíðar í Reykjavík. Einleikari var franski píanistinn Jean-Efllam Bavouzet, sem lék píanókonsert Maurice Ravels í G-dúr.

Önnur verk á efnisskránni voru Rómeó og Júlía - fantasíuforleikur eftir Pjotr Tsjækofskí, og sjötta sinfónía Ludwigs van Beethovens, hin svonenfnda Sveitasinfónía. Eitt annað verk hljómaði reyndar líka á tónleikunum – það var lítið aukalag sem Bavouzet lék að loknum konserti Ravels, konsertetýða eftir Gabriel Pierné.

 

Líkt og greint var frá í tónleikaskrá er Vladimir Ashkenazy er óumdeilanlega frægastur íslenskra ríkisborgara í klassíska tónlistarheiminum. Í ríflega hálfa öld hefur hann verið í hópi fremstu hljóðfæraleikara, eða allt frá því að hann komst á verðlaunapall í þremur virtustu tónlistarkeppnum heims. Hann hlaut önnur verðlaun í Chopin keppninni í Varsjá árið 1955 og fyrstu verðlaun bæði í Queen Elisabeth-keppninni í Brussel 1956 og Tsjajkovskíj-
keppninni í Moskvu 1962. Fyrstu skref sín sem hljómsveitarstjóri steig Ashkenazy einmitt með Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 1972 og hefur hann síðan stjórnað mörgum af bestu hjómsveitum heims.

 

 

Jean-Efflam Bavouzet fæddist í Frakklandi 1962 og lærði píanóleik við Konservatóríið í París. Hann vakti fyrst athygli á heimsvísu þegar hljómsveitarstjórinn kunni, Georg Solti, valdi hann til að debútera á tónleikum með Orchestre de Paris árið 1995. Bavouzet hefur komið fram með hljómsveitarstjórum á borð við Pierre Boulez, Vladimir Jurowski, Andris Nelsons og Iván Fischer. Á þessu starfsári hefur hann debúterað m.a. með Sinfóníuhljómsveit San Francisco, Ungversku þjóðar-
fílharmóníunni, og Sinfóníuhljómsveitinni í Sidney þar sem hann lék einmitt undir stjórn Ashkenazys.