Ashkenazy hljómsveitarstjóri sæmdur fálkaorðu

19.04.2018 - 19:50
Mynd með færslu
 Mynd: Gunnar Vigfússon
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands sæmdi í dag Vladimir Ashkenazy, hljómsveitarstjóra og píanóleikara stórkrossi hinnar íslensku fálkaorðu við athöfn á Bessastöðum.

Ashkenazy fékk stórkross fyrir framlag til íslenskrar tónlistar og menningar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands.

holmfridurdf's picture
Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi