Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Ásgeir varpar einstakri vínylplötu í sjóinn

Mynd með færslu
 Mynd: Ásgeir - Facebook

Ásgeir varpar einstakri vínylplötu í sjóinn

03.11.2017 - 15:42

Höfundar

Í dag varpaði tónlistarmaðurinn Ásgeir sjö tommu vínylplötu í hafið úr þyrlu. Platan er sú eina sinnar tegundar í heiminum en henni er sem betur fer vandlega pakkað inn í flöskuskeyti sem hannað var af Ævari vísindamanni í samstarfi við RÚV og Verkís.

Á plötunni sem var kastað í sjóinn um 40 kílómetra suðvestur af Reykjanesi er að finna tvö lög sem Ásgeir tók upp í júlí. Platan var hluti af verkefninu Beint á vínyl, þar Ásgeir hann tók upp tónlist beint á sjö tommu vínylplötur sleitulaust í 24 klukkustundir í beinni útsendingu á RÚV. Alls urðu til 30 einstakar vínylplötur í ferlinu en upptökurnar sem er að finna á hverri plötu eru hvergi til annars staðar.

Ásgeir og félagar varp vínylskeytinu í sjóinn.

Verkefninu er ætlað að vekja athygli á sjávarmengun, einkum plastmengun með því að sýna fram á að það sem fer í sjóinn hverfur ekki, heldur ferðast um heimsins höf og rekur á strendur annar staðar. Flöskuskeytið er útbúið með gps-staðsetningarbúnaði og gervihnattarsendi sem gerir fólki kleift að fylgjast með ferðalögum plötunnar á heimasíðu Ásgeirs.

Mynd: Atli Þór Ægisson / RÚV
Ásgeir tók lagið á Backpackers í Akureyri í gær, en í kvöld mun hann leika í Hörpu.

Ómögulegt er að segja til um það hversu langan tíma það mun taka flöskuskeytið að reka í land en ferðalagið gæti tekið daga, vikur, mánuði eða ár, en sá sem finnur flöskuskeytið fær að eiga plötuna. Í fyrri tilraun Ævars voru tvö flöskuskeyti rúmt ár að ferðast yfir Atlantshafið uns þau bar að landi í Skotlandi og Noregi.

Undanfarnar vikur hefur Ásgeir staðið fyrir fjársjóðsleit um heim allan þar sem heppnir sigurvegarar fá eina slíka plötu til eignar. Nú þegar hefur farið fram fjársjóðsleit í Bandaríkjunum, Ástralíu, Frakklandi, Bretlandi, Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Spáni, Pólandi og Hollandi og í næstu viku verða tvær plötur faldar í Japan. Í gær var svo röðin komin að Íslandi er ein af plötunum var falin á Akureyri.

Tengdar fréttir

Flöskuskeytið fékk far með forsetanum

Tækni og vísindi

Seinna flöskuskeytið fannst í Húsavíkurfjöru

Tækni og vísindi

Flöskuskeytið á heimleið – „eins og handritin“

Tækni og vísindi

Myndskeið: Fann flöskuskeytið í Skotlandi