Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Árný og Daði skoða friðaða fugla

Mynd:  / 

Árný og Daði skoða friðaða fugla

16.02.2018 - 09:59

Höfundar

Í þætti dagsins er ferðinni heitið til Anlung Pring sem er sveitasamfélag og verndarsvæði fyrir fugla. Verndarsvæðið er rúmir 200 hektarar að stærð, víðáttumikil og vot slétta. Þar hafast við yfir 90 tegundir af fuglum en merkastur þeirra er Sarus crane sem er hæsti fugl heims.

Þessir fuglar eru ljósir eða gráir að lit með áberandi rautt höfuð, þeir geta orðið 43 ára gamlir og allt að 180 cm á hæð. Svæðið hefur verið verndað frá árinu 2003 og er talið hafa bjargað þessum fuglastofni. Gunnlaugur Bjarnason vinur þeirra skötuhjúa á er þulur í þættinum.