Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Árný og Daði keppa í páskaeggjagerð

Mynd:  / 

Árný og Daði keppa í páskaeggjagerð

03.04.2018 - 12:12

Höfundar

Daði og Árný finna engin páskaegg í Kambódíu, þau bregða því á það ráð að búa þau til sjálf. Til verksins þarf fullt af súkkulaði, nammi, skraut og hraðar hendur því súkkulaðið bráðnar jafnóðum í hitanum.

 

Þau sannreyna einnig hvernig þeim þykir durian ávöxturinn (þornepli á íslensku) með því að smakka hann í nammi formi. Skötuhjúin keppast um hvort páskaeggið verður flottara og áhorfendur kjósa á facebook hvort eggið vinnur keppnina.  Verður það Sveinn Egg eða Egg fullkomnunar?