Árni Páll Árnason, fyrrverandi ráðherra og formaður Samfylkingarinnar, hefur verið ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri Uppbyggingarsjóðs EES að tilnefningu íslenskra stjórnvalda. Hann hefur störf í Brussel á morgun, 1. febrúar, að því er fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.