1000asti þáttur Rokklands fór í loftið á árinu (í apríl) og við heyrum brot úr honum..... og svo er þetta árið þegar allir dóu. David Bowie, Lemmy úr Motorhead, Leonard Cohen, Leon Russel, Sharon Jones, Prince, George Michael og þetta fólk kom við sögu í Rokklandi og kemur við sögu í dag sumt af því amk.
Rokkland var líka á Bræðslunni, Á Menningarnótt, Músíktilraunum, á AFÉS, Iceland Airwarves, hitti Johnny Rotten, talaði í síma við Brian Wilson og Burt Bacharach, Rokkland tók ofan fyrir mærðum þessa heims á mæðradaginn, var í ástarsorg á Valentínusardaginn, fjallaði um Grammy verðlaunin, minntist Maurice White fiorsprakka Earth Wind a Fire, sagði frá nýju plötunni hans Iggy Pop og frá lögunum sem voru tilnefnd til Óskarsverðlauna, var á Íslensku tónlistarverðlaununum þar sem Björk stóð uppi sem sigurvegari kvöldsins í poppi og rokki með fern verðlaun, OMAM fór heim með tvenn og Agent Fresco líka. VIð heyrum í Björk hérna á eftir og OMAM líka, Purrki Pillnikk, Nick Cave, Burt Bacharach, Brian Wilson og Giles Martin syni George Martin sem hefur séð um að hljóðblanda allar Bítlaplötur sem hafa komið út undanfarin 20 ár eða svo.
Og það er fleira..
Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson
[email protected]
Rokkland minnir svo á Hlaðvarpið þar sem nálgast má eldri þætti – langt aftur í tímann, hlaða þeim í tól sín og tæki og hlusta jafnvel aftur og aftur. Það er líka hægt að gerast áskrifandi af Rokkland podcastinu gegnum I-tunes.