Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Ari Trausti leiðir lista VG í Suðurkjördæmi

Frá þingsetningu 2016.
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður, verður aftur oddviti VG í Suðurkjördæmi. Efstu fjögur sæti listans eru óbreytt frá Alþingiskosningunum í fyrra en stillt var upp á listann og samþykktur á fundi kjördæmisráðs á Selfossi.

Heiða Guðný Ásgeirsdóttir sauðfjárbóndi er í öðru sæti,  Daníel E. Arnarson, framkvæmdastjóri er í þriðja sæti og Dagný Alda Steinsdóttir, innanhússarkitekt í fjórða sæti listans. Þetta er fyrsti framboðslisti sem VG kynnir fyrir komandi þingkosningar.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV