Áreitni er ekki það sama og áreiti

Mynd: Pixabay / Pixabay

Áreitni er ekki það sama og áreiti

28.11.2017 - 14:30

Höfundar

Orðin áreiti og áreitni hljóma líkt en hafa gjörólíka merkingu. Áreiti merkir ytri áhrif á skynfærin, ástand eða atvik sem kallar fram viðbragð. Áreitni merkir ágengni, átroðningur, það að sýna einhverjum óvelkomna athygli og óska eftir samskiptum við einhvern sem kærir sig ekki um slíkt.

Þegar við skiljum merkingarmuninn á áreiti og áreitni sjáum við strax að það er mikill munur á kynferðislegu áreiti og kynferðislegri áreitni. Höfum það í huga þegar við fjöllum um ofbeldið sem felst í kynferðislegri áreitni.

Ragnheiður Margrét Guðmundsdóttir sá um Málfarsmínútuna.