Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Árás á innanríkisráðuneyti Sómalíu

08.07.2018 - 04:42
epa06870355 Vehciles are on flames at the scene of twin blasts in the capital Mogadishu, Somalia, 07 July 2018. Reports say the car bomb exploded near the presidential palace, followed by another explosion in front of the police building minutes after the
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Minnst níu féllu í árás vígamanna á innanríkisráðuneyti Sómalíu í gær. Lögregla segir öryggissveitir hafa skotið alla þrjá árásarmennina til bana eftir tveggja klukkustunda skotbardaga í höfuðborginni Mogadishu.

Hryðjuverkasamtökin al-Shabaab lýsa yfir ábyrgð á árásinni. Bílsprengja sprakk við hlið ráðuneytisins áður en árásarmennirnir réðust inn í bygginguna. Nokkrir sátu fastir inni í byggingu innanríkisráðuneytisins þegar árásarmennirnir réðust inn. Guardian hefur eftir vitnum að einhverjir hafi látið lífið eða slasast við að flýja út um glugga. Að minnsta kosti þrettán eru slasaðir að sögn læknis í borginni.

Stöðug ógn hefur stafað af al-Shabaab undanfarin ár. Samtökin eru sómalskur armur al Kaída. Vígahreyfingin gerir oft árásir á mikilvægar stofnanir. Hún ber einnig ábyrgð á mannskæðustu hryðjuverkaárás sem gerð hefur verið í Sómalíu, þegar 500 létust eftir að trukkur var sprengdur.
 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV