
Árás á bílalest fordæmd
Bílalestin var á vegum Rauða hálfmánans og flutti hjálpargögn til bæjarins Urum al-Kubrah í Aleppo-héraði í norðanverðu Sýrlandi. Árásin var gerð skömmu eftir að sýrlenskir herinn lýsti yfir að vopnahléi í landinu væri lokið.
Jan Egelend, ráðgjafi Staffans de Mistura, segir að sprengjum hafi verið varpað á bílalestina þegar verið var að afferma bílana. Um 78.000 manns þyrftu á brýnni aðstoð á halda í Urum al-Kubrah og nágrenni.
Sprengjur eru sagðar hafa hæft 18 af 31 bifreið í bílalestinni og fregnir herma að sprengjur hafi einnig hæft vörugeymslur Rauða hálfmánans í Urum al-Kubrah. Ekki er ljóst hversu manntjón var mikið, en óstaðfestar fregnir herma að minnst tólf hafi látið lífið.
Jean-Marc Ayrault, utanríkisráðherra Frakklands, fordæmdi einnig árásina í kvöld og sagði hana undirstrika nauðsyn þess að koma á vopnahléi á ný.