Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Arabaguðinn Mohamed Salah

Mo Salah jafnaði árangur Luis Suarez frá 2013/2014 í dag - Mynd: EPA Images / RÚV

Arabaguðinn Mohamed Salah

20.05.2018 - 13:56
Mohamed Salah er dýrkaður sem hálfguð í arabaheiminum og í heimalandinu Egyptalandi er mynd af honum í nánast hverju einasta kaffihúsi. Liverpool aðdáendur elska hann heitar en jafnvel eigin maka. Liverpool mætir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar um næstu helgi og er þegar farið að tala um einvígi Mohamed og Cristiano. Saga Mohamed Salah er eins og upp úr ævintýri í 1001 nótt.

Það ætlaði allt um koll að keyra þann áttunda október 2017 þegar Mohamed Salah tryggði Egyptalandi sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi með lokasparki leiksins í vítaspyrnu á fimmtu mínútu uppbótartíma. Áhorfendur og leikmenn trylltust bókstaflega af gleði þegar Salah tryggði þeim farseðilinn til Rússlands en síðast komst landið á HM árið 1990. Mohamed Salah skoraði reyndar bæði mörkin í þessum mikilvæga 2-1 sigri á Congo. Salah átti reyndar þátt í öllum sjö mökum Egyptalands í undankeppninni, hann skorðaði tvö og lagði upp fimm. Að segja að Salah sé þjóðhetja í Egyptalandi er vægt til orða tekið. Hann er í guðatölu.

epa05334850 Real's Cristiano Ronaldo celebrates after scoring during the penalty shootout of the UEFA Champions League Final between Real Madrid and Atletico Madrid at the Giuseppe Meazza stadium in Milan, Italy, 28 May 2016.  EPA/PETER POWELL
 Mynd: EPA
Mohamed eða Cristiano?

Mohamed Salah er arabíski draumurinn holdi klæddur. Hann fæddist í litlu landbúnaðarþorpi í Egyptalandi og fótbolti átti hug hans allan frá blautu barnsbeini. Foreldrarnir höfðu áhyggjur af stráknum, enda gekk honum illa í skóla. Hann spilaði fótbolta, horfði á fótbolta og dreymdi fótbolta. Hugsaði um fótboltastjörnur eins og Ronaldo, Zinidine Zidane og Francesco Totti. Útsendarar frá úrvalsdeildarliðinu El Mokawloon frá höfðuborginni Kaíró komu auga á strákinn þegar hann var 14 ára og fengu hann til liðs við sig. Það tók nokkra klukkutíma fyrir hann að komast á æfingu og jafn langan tíma að komast heim aftur með fimm mismunandi strætisvögnum og lestum. Það kom vitanlega enn frekar niður á námsferlinum og fótboltinn því hans eina von. Það var að duga eða drepast.

Mynd með færslu
Mo Salah var í gær kjörinn besti leikmaður tímabilsins á Englandi af jafningjum sínum Mynd: Liverpool - RÚV
Mohamed Salah

Hæfileikar hins hlédræga Salah fóru ekki fram hjá forráðamönnum liðsins og hann fór að spila með aðalliðinu þegar hann var ájtán ára gamall. Þegar hann var tvítugur gekk hann til liðs við svissneska liðið Basel þar sem hann lék við góðan orðstýr í tvö ár. Hann var reyndar svo góður í tveimur evrópuleikjum gegn Chelsea að enska stórveldið ákvað að kaupa þennan egypska demant. Hann fékk fá tækifæri hjá Chelsea, var lánaður til Fiorentina og Roma á Ítalíu áður en Roma keypti hann árið 2016. Þar sló hann rækilega í gegn, var kallaður egypski Messi af ítölsku pressunni og Liverpool keypti hann ári síðar fyrir metfé síðasta sumar. Sjálfur valdi Salah Liverpool þegar hann spilaði Play Station sem ungur drengur í Nagrig.

Marcelo Rebelo de Sousa forseti, Antonio Costa forsætisráðherra, styttan af Ronaldo, og Cristiano Ronaldo sjálfur, á alþjóðaflugvellinum á Madeira.
Forseti Portúgal, forsætisráðherra Portúgal, styttan af Ronaldo og Cristiano Ronaldo sjálfur, á alþjóðaflugvellinum á Madeira. Mynd: EPA - LUSA
Cristiano Ronaldo og styttan á alþjóðaflugvellinum á Madeira

Stuðningsmenn Liverpool syngja um nýja átrúnaðargoðið sitt, Mo Salah - Egypski konungurinn. Í öðru stuðningslagi segir að ef Salah skori fleiri mörk þá verði ég múslimi rétt eins og hann. Fyrir einu ári var varla hægt að finna stuðningmann Liverpool í Egyptalandi, nú er þjóðin einhuga og stuðningurinn nær mun víðar í arabaheiminum. Mohamed á að vinna Meistaradeildina, ekki Christiano. Salah hefur farið hamförum á sínu fyrsta tímabili með Liverpool, gert 41 mark í 44 leikjum. Í undanúrslitum Meistaradeildarinnar mætti hann fyrrum félögum sínum í Roma, gerði tvö mörk og átti stóran þátt í að koma Liverpool í úrslitaleikinn gegn Real Madrid.

Mynd með færslu
 Mynd: EPA Images - RÚV
Mo Salah

Mohamed Salah er hæglátur og hógvær. Hann kemur reglulega í litla þorpið sitt, gengur um göturnar og sækir heim kaffihúsin, spjallar við alla sem það vilja og veitir eiginhandaáritanir á báða bóga. Í Egyptalandi er hann ekkert minna en hálfguð. Ásjónu hans má sjá út um allt, á myndum, auglýsingum og veggmyndum. Egypski konungurinn Mo Salah er notaður til að selja allt milli himins og jarðar, súkkulaðistykki, gosdrykki, gemsa og bankareikninga. Vörumerkið Mo Salah er svo verðmætt að þegar hann lagði nafn sitt við átak gegn fíkniefnum, varð fjögur hundruð prósent aukning í símhringingum. Ævintýralegar tröllasögur eru góðgerðastarfsemi hans. Hann á reglulega að hafa gefið nýgiftum hjónum heilu innbúin og fræg er sagan að þjófinum sem braust inn hjá pabba hans og lét greipar sópa. Þrjóturinn var gripinn en grátbað um vægð. Ljúfmennið Salah kom í veg fyrir að hann yrði kærður, gaf honum pening og útvegaði vinnu. Flestar þessar sögur eru þjóðsögur en þjóðin vill trúa öllu góðu um sinn hálfguð. Enginn dregur yfirmáta ágæti hans í efa og fjölmiðlar keppast við að koma með nýjar og goðumlíkar sögur af Mo Salah.

epa05191120 The Sphinx of Thutmose III, from Egypt and dated 1480-1425 on loan from the Metropolitan Museum of Art in New York City, on show in the archaeological exhibition 'Pharaoh in Canaan: The Untold Story', at the Israel Museum in
 Mynd: EPA
Salah er ýmist kallaður konungur, guð eða Faraóinn

Mohamed Salah giftir konu sinni Maggi árið 2013 í þorpinu heima og öllum þorpsbúum var boðið til veislunnar. Ári síðar eignuðust þau dótturina Makka í höfuðið á Mekka, helgustu borg múslima. Hann er þekktur fyrir að fagna mörkum með tilbeiðslu, með enni, nef, báðar hendur, hné og allar tær í jörðina. Hann er ýmist kallaður Faraóinn, guð, konungurinn eða einfaldlega kraftbirting guðdómsins í arabískri knattspyrnu.

epa06660253 Liverpool's Mohamed Salah (R) celebrates with his teammate Sadio Mane (L) after scoring the 1-1 equalizer during the UEFA Champions League quarter final second leg match between Manchester City and FC Liverpool in Manchester, Britain, 10
 Mynd:  - EPA
Mohamed Salah og Sadio Mane