Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Ár frá uppreisninni í Súdan

19.12.2019 - 07:59
Erlent · Afríka · Súdan
epa07657786 A Sudanese man makes a V sign as he holds up a Sudanes flag during a protest against Sudan's crackdown on pro-democracy protesters, in Nairobi, Kenya, 19 June 2019. Some 100 people gathered in downtown Nairobi to mourn those who were killed by the Sudanese security forces in Khartoum on 03 June 2019. Kenyan police dispersed the gathering with tear gas.  EPA-EFE/DAI KUROKAWA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Hátíðahöld eru boðuð í Kartúm, höfuðborg Súdans, í dag, í tilefni þess að eitt ár er síðan mótmæli hófust sem leiddu til að Omar al-Bashir, forseti landsins, var settur af.

Mótmælin hófust eftir miklar verðhækkanir á brauði. Þeim var mætt með mikilli hörku og féllu allt að 250 manns aðdraganda þess að Bashir var steypt af stóli og í tíð herforingjastjórnarinnar sem tók við af honum.

Í ágúst náðist samkomulag milli herforingja og mótmælenda um myndun bráðabirgðastjórnar, en henni er ætlað að leggja drög að því að borgaraleg stjórn taki við völdum í Súdan á ný.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV