Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Ár frá árásum á Charlie Hebdo

07.01.2016 - 09:13
Frakkar minnast þess í dag að ár er síðan tveir vopnaðir menn réðust inn í skrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo í París og skutu ellefu til bana og særðu ellefu.

Alls létu 17 lífið í árásum hryðjuverkamanna á Charlie Hebdo og verslun gyðinga í París í janúar í fyrra. Strax í morgun kom fólk þangað sem tímaritið var til húsa til að minnast hinna látnu og skilja eftir blóm.

Engir opinberir viðburðir hafa verið boðaðir í París í dag, nema að Francois Hollande forseti ætlar að ávarpa lögreglumenn. Formleg minningarathöfn verður hins vegar á Lýðveldistorginu á sunnudag. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV