Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Annie, Katrín og Ragnheiður meðal sex efstu

Mynd með færslu
 Mynd: Síða Crossfit Games - RÚV

Annie, Katrín og Ragnheiður meðal sex efstu

04.08.2018 - 12:45
Alls eru sex Íslendingar á heimsleikunum í Crossfit sem fram fara í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum. Þegar tveir keppnisdagar eru liðnir eru þær Annie Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Rangheiður Sara Sigmundsdóttir allar á meðal sex efstu keppenda.

Annie Mist er sem stendur efst íslensku stelpnanna en hún er í 3. sæti leikanna. Katrín Tanja, sem hefur tvívegis landað sigri á leikunum, er í 4. sæti og Ragnheiður Sara í 6. sætinu. Þá er Oddrún Eik Gylfadóttir í 31. sæti en hún er ekki jafn reynd og hinar þrjár.

Síðasta þraut gærdagsins var Fibonacci en þar byrjaði Oddrún vel en náði því miður ekki að klára innan þeirra sex mínútna sem keppendur hafa. Annie Mist stóð sig best í þrautinni af íslensku stelpunum og var fjórða að klára. Ragnheiður Sara var sjötta og Katrín Tanja áttunda. 

Þá er Björgvin Karl Guðmundsson í 6. sæti í karlaflokki.

Keppni hefst aftur klukkan 14:00 í dag.

Tengdar fréttir

Íþróttir

Annie Mist þriðja eftir fyrsta daginn