Annarri umræðu um aflandskrónur lokið

27.02.2019 - 21:54
Mynd með færslu
 Mynd:
Annarri umræðu um frumvarp fjármálaráðherra um aflandskrónulosun og bindingarskyldu á fjármagnsinnstreymi lauk á Alþingi á níunda tímanum í kvöld og var þá strax boðað til fundar í efnahags- og viðskiptanefnd þingsins.

Þingmenn Miðflokksins hafa gagnrýnt málið harðlega og héldu meira en 320 ræður á Alþingi í gær og fram á nótt. Þingfundi var loks slitið á sjötta tímanum í morgun eftir að þingforseti bauð þingmönnunum að halda umræðunni áfram í dag. Þriðja og síðasta umræða um málið hefst á Alþingi á morgun. 
 

Höskuldur Kári Schram
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi