Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Annar jarðskjálfti í Nepal

12.05.2015 - 07:35
Erlent · Hamfarir · Nepal
epa04726853 A woman walks past destroyed buildings in the village of Sankhuckhock Sukute, 70  kilometers from Kathmandu, Nepal, 30 April 2015. The official death toll from the magnitude 7.8 earthquake 25 April has risen to 5057 people according to the
Svona er um að litast í þorpinu Sankhuckhock Sukute, um 70 kílómetra frá höfuðborginni Katmandu. Mynd: EPA
Stór jarðskjálfti varð aftur í Nepal í morgun. Hann var 7,3 að stærð samkvæmt fréttaveitu AFP. Þúsundir létust í skjálfta þann 25. apríl síðastliðinn. Sá skjálfti var 7,8 að stærð.

Gísli Rafn Ólafsson, sem er í Nepal, segir á Facebook -síðu sinni í morgun að jörðin hafi skolfið í um 45 sekúndur. Rætt er nánar við hann hér. 

Aðeins eru nokkrar vikur síðan skjálfti af stærðinni 7,8 varð í Nepal en talið er að um 8.000 þúsund hafi látist í þeim skjálfta. 

Fjöldi slasaðist og margir fórust í jarðskjálftanum sem skók Nepal í morgun. Þetta segir norski Rauði krossinn á Twitter-síðu sinni. Starfsfólk IOM, Alþjóðastofnunar um fólksflutninga, í Nepal skrifa jafnframt á Twitter að staðfest sé að minnsta kosti fjórir hafi farist.