Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Annar átta bíla árekstur – einn á slysadeild

11.02.2018 - 15:41
Mynd með færslu
 Mynd: Hallgrímur Indriðason - RÚV
Einn var fluttur á slysadeild eftir átta bíla árekstur sem varð á Reykjanesbraut á brúnni við Voga á Vatnsleysuströnd skömmu fyrir klukkan þrjú í dag. Reykjanesbrautin er lokuð í báðar áttir vegna slyssins, að sögn Vegagerðarinnar. Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að nú sé unnið að því að koma öðrum farþegum úr bílunum af vettvangi.

Þetta er annar átta bíla áreksturinn sem verður í dag. Einn var líka fluttur á slysadeild eftir átta bíla árekstur á Hafnarfjarðarvegi í Kópavogi fyrr í dag.

Uppfært kl. 18.01:
Reykjanesbrautin hefur verið opnuð á nýjan leik.

Mynd með færslu
 Mynd: Hallgrímur Indriðason - RÚV
stigurh's picture
Stígur Helgason
Fréttastofa RÚV