Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Andstyggilegir hlutir sem Keith hefur sagt

Mynd: EPA / EPA

Andstyggilegir hlutir sem Keith hefur sagt

14.10.2015 - 13:09

Höfundar

Keith Richards, gítarleikarinn huggulegi úr The Rolling Stones, liggur sjaldan á skoðunum sínum. Í gegnum tíðina hefur hann haft eitt og annað misjafnt að segja um aðra tónlistarmenn. Hvern kallaði hann „ofmetinn dverg“, eða „gamla tík sem getur bara samið lög um dauðar ljóskur“? Hér hafa nokkur ummæli hans verið tínd til.

David Bowie — „Þetta er allt tilgerð. Þetta er allt djöfulsins þykjustuskapur. Þetta hefur ekkert með tónlist að gera. Hann veit það líka sjálfur.“


Prince  — „Prince er ofmetinn dvergur. Hann þarf að átta sig á því hvað það er að vera prins. Hvernig hann hagaði sér þegar hann hitaði upp fyrir Rolling Stones var móðgun við aðdáendur okkar. Þú reynir ekki að slá út aðalband kvöldsins þegar þú ert að spila fyrir aðdáendur Rolling Stones. Hann er prins sem heldur að hann sé þegar orðinn að kóngi. Gangi honum vel.“


Oasis — „Þessir gaurar eru bara andstyggilegir. Þroskisti og komið svo aftur og sjáið hvort þið getið eitthvað eftir það.“


George Michael — „Rakaðu þig og drullaðu þér heim. Hann er dulbúinn aumingi.“


Sex Pistols — „Það er ekki nóg að segja 'skítur' í sjónvarpi til að verða tónlistarmaður. Hvað þá að standa fyrir framan spegilinn og æfa sig í að hrækja.“


Elton John — „Hann er gömul tík og getur bara samið lög um dauðar ljóskur.“


Fórnarlömb Keith Richards voru í brennidepli í Eldhúsverkunum á Rás 2. Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér að ofan.