Andri Snær býður sig fram til embættis forseta

10.04.2016 - 17:42
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Andri Snær Magnason, rithöfundur, hefur boðað til opins fundar í Þjóðleikhúsinu klukkan fimm á morgun. Heimildir fréttastofu herma að þar muni Andri Snær tilkynna um framboð sitt til embættis forseta Íslands.

Andri Snær hefur barist fyrir náttúruvernd undanfarin ár, ásamt því að skrifa bækur, ljóð og leikrit. Fundurinn í Þjóðleikhúsinu á morgun er öllum opinn, en þar ætlar Andri Snær að deila hugmyndum sínum um land, þjóð og tungu, að því er fram kemur í tilkynningu.

johann's picture
Jóhann Bjarni Kolbeinsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi