Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Andri Snær ávarpar stuðningsmenn

26.06.2016 - 00:36
Mynd: RÚV / RÚV
Andri Snær Magnason sagðist eftir á að hyggja hafa mátt fara tvær umferðir á þorrablótin út á land, þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í kvöld og velti vöngum yfir hvað skýrði lítið fylgi. „Ég mætti vera kona,“ sagði hann meðal annars. Eins hefðu nokkrar mínútur í sjónvarpi breytt einhverju fyrir frambjóðendur til að kynna sig betur.

Með framboðinu hafi mikilvæg mál verið sett á dagskrá og valdið einhvers konar hughrifum inn í samfélagið sem lifi áfram. „Kannski eru þetta málefni sem forsetinn getur tekið upp vegna þess að hann vantar kannski nokkur málefni,“ sagði Andri Snær og bætti því hlæjandi við að hann ætli sér nú ekki að byrja að stríða honum. 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV