Andri og Sóli misþyrma Úlfi Úlfi

Mynd: RÚV / RÚV

Andri og Sóli misþyrma Úlfi Úlfi

06.01.2016 - 14:27

Höfundar

Andri Freyr og Sóli Hólm eiga það til að flytja fregnir af færð og ástandi í búningi þekktra dægurlaga. Í dag tóku þeir stórsmellinn Brennum allt sem hljómsveitin Úlfur Úlfur sendi frá sér á síðasta ári í félagi við rapparann norðlenska, Kött Grá Pjé.

Lagið heitir Enn er hált í þeirra flutningi en þið getið hlustað á ósköpin í spilaranum hér að ofan. 

 

Djöfull ertu að botna pinnann.
Þín svarta Mazda er enn að hitna. 
Og ef að þig langar að lifa,
Þá þarftu að keyra varlega inn í framtíðina.

Enn er hált, því enn er hált. 
Því enn er hált, því enn er hált. 
Því enner hált, því enn er hált.