Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Andri með tæpan fjórðung í Reykjavík norður

Mynd með færslu
Andri Snær kaus í Menntaskólanum við Sund. Mynd: Skjáskot - RÚV
Guðni Th. Jóhannesson hlaut um þriðjung atkvæða í fyrstu tölum í Reykjavíkurkjördæmi norður en litlu munar á Höllu Tómasdóttur og Andra Snæ Magnasyni. Hún er með 24,7 prósent en hann með 24,0 prósent. Þetta er hæsta atkvæðahlutfall sem Andri Snær hefur hlotið það sem af er kvöldi.

Davíð Oddsson hlaut 12,2 prósent atkvæða og Sturla Jónsson 3,4 prósent. Elísabet Jökulsdóttir er með eitt og hálft prósent en aðrir frambjóðendur innan við hálft prósent.

Mynd með færslu
 Mynd:
Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV