Ammoníaksleki við höfnina á Akranesi

12.11.2018 - 21:24
Mynd með færslu
 Mynd: Jóhann Bjarni Kolbeinsson - RÚV
Ammoníak lak í kvöld út frá einni bygginganna sem HB Grandi rak lengi á Akranesi. Lögreglan hvetur fólk í nágrenninu til að loka gluggum og kynda vel í húsum sínum til að koma í veg fyrir að ammoníak komist inn.

Þráinn Ólafsson, slökkviliðsstjóri á Akranesi, segir að gat hafi komið á lögn en búið sé að skrúfa fyrir ammoníakið. Slökkviliðsmenn eru enn á vettvangi við húsið og standa vörð. Fólk í nágrenni hússins fann talsverða ammoníakslykt. 

Engum hefur orðið meint af lekanum, segir Þráinn.

Lögreglan birti hvatningu til fólks á Facebook um að loka gluggum en mun líka hafa gengið í hús í nágrenninu.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi