Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Amazon og BBC ánægð með Ólaf Jóhann

Mynd með færslu
 Mynd:

Amazon og BBC ánægð með Ólaf Jóhann

02.12.2017 - 15:54

Höfundar

Endurkoman, skáldsaga Ólafs Jóhanns Ólafssonar, kemur út í Bandaríkjunum þann 5. desember. „One Station Away“ heitir hún í enskri þýðingu, en gagnrýnendur og menningarspekúlantar vestanhafs keppast um að ausa hana lofi.

Starfsmenn Amazon hafa tilnefnt Endurkomuna meðal þeirra bestu sem koma út í mánuðinum, en hún hefur þar verið valin í „Amazon Spotlight Pick“, eða sérstakt kastljós. Dómnefnd Amazon segir að bókin sé skrifuð af mikilli stillingu, hún sé djúp og geysilega áhrifamikil. 

Þá er Endurkoman einnig á meðal þeirra tíu bóka sem menningarvefur BBC mælir með við lesendur sína í desember, en á síðunni segir: „Endurkoman er frábærlega samansett, þar sem vefast saman minningar, eftirsjá eftir glataðri ást og siðferðilegar spurningar sem metnaðarfullir vísindamenn standa frammi fyrir.“