Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Ályktun um kynjamismunun án kláms

13.03.2013 - 03:48
Mynd með færslu
 Mynd:
Evrópuþingið samþykkti í gær ályktun um kynjamismunun.

Í drögum að ályktuninni sem kynnt voru í síðustu viku voru þrír kaflar þar sem aðildarríkin voru meðal annars hvött til að banna klám í fjölmiðlum. Blaðið Politiken hefur eftir Brittu Thomsen, þingmanni Jafnaðarmanna, að mikill meirihluti hefði verið fyrir því að fella klámkaflana úr ályktuninni sem var og gert. Ályktunin er ekki bindandi fyrir aðildarríkin.