Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Alvia, Björk og Högni tilnefnd til verðlauna

Mynd með færslu
 Mynd: Rabbabari - RÚV

Alvia, Björk og Högni tilnefnd til verðlauna

24.01.2018 - 11:12

Höfundar

Alvia, Björk og Högni Egilsson eru tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunanna – Nordic Music Prize 2018.

Tilkynnt var um tilnefningar til verðlaunanna í morgun. Alvia, Björk og Högni Egilsson eru tilnefnd fyrir plötur sínar Elegant Hoe, Utopia og Two Trains. Athygli vekur að þrír af tólf tilnefndum tónlistarmönnum eða hljómsveitum eru íslenskir.

Jónsi, úr Sigur Rós, fékk verðlaunin þegar þau voru veitt í fyrsta sinn 2010 fyrir plötuna Go. Jóhann Jóhannsson var tilnefndur í fyrra fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Arrival, en meðal tónlistarmanna og hljómsveita sem fengið hafa verðlaunin eru The Knife, First Aid Kit og Jenny Hval.

Tólf plötur eru tilnefndar í ár. Þær eru eftirfarandi:

Katinka - Vi Er Ikke Kønne Nok Til At Danse (Danmörk)
Solbrud - Vemod (Danmörk)
Kaukolampi - 1 (Finnland)
Astrid Swan - From The Bed And Beyond (Finnland)
Björk - Utopia
Högni - Two Trains
Alva Islandia - Elegant Hoe
Kim Myhr - You | Me (Noregur)
Susanne Sundfør - Music For People In Trouble (Noregur)
Fever Ray - Plunge (Svíþjóð)
Mwuana - Triller (Svíþjóð)
Yung Lean - Stranger (Svíþjóð)

Í ljós kemur hver hlýtur verðlaunin við hátíðlega athöfn á tónlistarhátíðinni by:Larm í Osló 1. mars.

Tengdar fréttir

Tónlist

„Síðasta barnið þitt er yfirleitt fallegast“

Tónlist

Högni stýrir lest milli tveggja tíma

Popptónlist

Hefur spilað sirka 15.000 tónleika um ævina