Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandi

27.12.2018 - 10:36
Mynd með færslu
 Mynd:
Alvarlegt umferðarslys varð við Núpsvötn á Skeiðarársandi um tíuleytið í morgun. Þar fór bíll fram af brú sem liggur yfir ána, en fór ekki út í vatnið. Sjö manns voru í bílnum. Fréttastofa hefur ekki fengið upplýsingar um líðan þeirra. Fyrstu viðbragðsaðilar eru komnir á staðinn, en tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar og allt tiltækt sjúkralið af Suðurlandi hefur verið kallað til. Vegfarendur sem áttu leið hjá strax eftir að slysið varð hlúðu að hinum slösuðu þar til fyrstu viðbragðsaðilar komu að.

Í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar kemur fram að vegna slyss á Suðurlandsvegi við brúnna yfir Núpsá, austan við Kirkjubæjarklaustur verður Suðurlandsvegur lokaður um óákveðin tíma. Í Facebookfærslu lögreglunnar á Suðurlandi kemur fram að nokkrar klukkustundir gætu liðið þar til vegurinn verður opnaður aftur. 

Fréttin hefur verið uppfærð. 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi