ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, segir að alvarlegir annmarkar séu í slátrun á íslenskum kjúklingabúum. Starfsfólk hafi ekki fengið næga þjálfun og enginn dýralæknir verið viðstaddur til að hafa eftirlit.
Hópur á vegum ESA fór á þrjú af fimm kjúklingabúum landsins í byrjun nóvember í fyrra til að kanna hvort farið væri að reglum ESA um matvælaöryggi. Þau Þau reyndust öll skilmerkilega skráð og undir opinberu eftirliti. Í landsskýrslu ESA segir í niðurstöðunum að hópurinn hafi gert fleiri athugasemdir en eftirlitsaðilar hér á landi höfðu gert og því hafi þær ekki verið taldar með í eftirlitsskýrslunni. Á meðal þess sem sett var út var að viðhaldi væri ábótavant og ekki nógu skýr skil væru á milli hreinna og óhreinna svæða.