Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Alvarlegar loftlagsbreytingar á Grænlandi

09.05.2015 - 13:19
epa01845007 A handout image taken in August 2009 and released on 02 September 2009 by the greenpeace International shows the Bergs calved from Helheim glacier float in Sermilik Fjord on the south eastern coast of Greenland, an area which is the focus for
 Mynd: EPA - GREENPEACE
Mille Sövndahl Pedersen, borgarfulltrúi í sveitarfélaginu Sermersooq á Grænlandi segir að Grænlendingar finni mikið fyrir loftslagsbreytingum. Ísinn minnki hratt ár frá ári sem hafi áhrif á allan heiminn.

Borgarstjórar og borgarfulltrúar níu höfuðstaða á Noðurlöndunum sátu ráðstefnu um loftslagsbreytingar í Reykjavík í gær. Borgarstjórarnir og borgarfulltrúarnir eru frá Kaupmannahöfn, Helsinki, Osló, Stokkhólmi, Þórshöfn, Maríuhöfn, Reykjavík og Nuuk sem er höfuðstaður Grænlands og tilheyrir Sermersooq, sveitarfélaginu.

Mille segir að grænlendingar finni mjög mikið fyrir loftslagsbreytingum. Miklir öfgar séu í veðrinu. Ísinn sé nú svo þunnur að grænlendingar geti ekki farið út á hann til að veiða sel eins og hafi tíðkast á árum áður. Auk þess bráðni jöklarnir svo hratt að verulegur munur sjáist á þeim ár frá ári.

Grænlendingar hafa reynt að bregðast við þessu. Búið er að endurskoðað skipulag og stefnt að því að þétta byggðina, fjölga rafbílum og taka almennt meira mið af umhverfismálum. Mille segir að málið sé hins vegar alþjóðlegt. Þegar ísinn á Grænlandi hverfi verði flóð í Kaupmannahöfn og Hollandi og eyjar hverfi í Kyrrahafinu. Við neyðumst til að vinna saman á alþjóða vísu, segir hún. 

Bergljót Baldursdóttir
Fréttastofa RÚV
Bjarni Pétur Jónsson
Fréttastofa RÚV