Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Alvarleg líkamsárás í Reykjavík

01.01.2017 - 09:24
Mynd með færslu
 Mynd:
Alvarleg líkamsárás var gerð í Gerðunum í Reykjavík laust eftir miðnætti í nótt, samkvæmt heimildum fréttastofu. Ráðist var á mann á götu úti og hann barinn illa með barefli af einhverju tagi. Mun hann hafa verið illa leikinn eftir árásina. Lögregla vill engar upplýsingar veita um málið.
Kári Gylfason
Fréttastofa RÚV
Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV