Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Alþjóðlegur minningardagur trans fólks

20.11.2018 - 08:40
Mynd:  / 
Alþjóðlegur minningardagur trans fólks er í dag. Í ár er minnst 369 einstaklinga sem voru myrtir fyrir að vera trans. Alda Villiljós, formaður félags trans einstaklinga á Íslandi var í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 og sagði stöðu trans fólks betri hér en í mörgum öðrum löndum. Enn vanti þó talsvert upp á lagaleg réttindi.

„Að þurfa að bíða rosalega lengi eftir tíma til þess að geta gert hluti eins og að: Breyta um kyn í þjóðskrá, breyta nafninu sínu, komast að hjá trans teyminu, til að fá hormóna. Allt þetta. Svo bætist ofan á það að fólk þarf að koma fram undir gamla nafninu sínu og gamla kyninu sínu við rosalega marga. Ef þú ert að sækja um vinnu, ef þú ert að sækja um einhverskonar lagaleg réttindi. Ef þú ert að sækja um skóla. Allt þetta. Það er þessi langa bið sem reynist mörgum alveg rosalega erfið,“ sagði Alda. 

Viðtalið í heild má heyra í spilaranum hér að ofan. 

olofr's picture
Ólöf Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV