Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Alþingi kemur saman eftir jólahlé

20.01.2015 - 08:18
Mynd með færslu
 Mynd:
Alþingi kemur aftur saman í dag eftir jólahlé og hefst þingfundur klukkan hálf tvö. Fyrir hádegi verða haldnir fyrstu fundir ársins í atvinnuveganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.

Dagskrá Alþingis í dag hefst á óundirbúnum fyrirspurnum, þar sem allir ráðherrarnir sitja fyrir svörum að undanskildum innanríkisráðherra og iðnaðarráðherra. Að fyrirspurnum loknum ræðir Alþingi meðal annars um framhaldsskóla, þátttöku íslenska ríkisins í kolvetnisstarfsemi, merkingar og upplýsingaskyldu varðandi orkunotkun heimilistækja, umferðarlög, umboðsmann skuldara, tekjuskatt og Sjúkratryggingar flóttamanna.