Alsíringar náðu forystu þegar skot Mahrezar hrökk af nígeríska varnarmanningum William Troost-Ekong, en Nígeríumenn jöfnuðu úr víti, sem Odion Ighalo tók. Allt stefndi í framlengingu þegar Mahrez, sem leikur með Englandsmeisturum Manchester City, skoraði í bláhornið efst úr aukaspyrnunni.
Úrslitaleikurinn fer fram í Kaíró á föstudag. Verður þetta í annað sinn sem Senegal keppir til úrslita í Afríkubikarnum, þeir töpuðu naumlega gegn Kamerún árið 2000 eftir vítaspyrnukeppni. Þetta verður heins vegar þriðji úrslitaleikur Alsíringa, sem töpuðu fyrir Nígeríu árið 1980 en náðu fram hefndum þegar þeir unnu þá - og Afríkumeistaratitilinn - tíu árum síðar.